snorrason.is

Ljósmyndasafn og ljósmyndir
Snorra Snorrasonar
Flugsagan, skip og bátar

Um ljósmyndasafnið

Vefurinn

Vefurinn snorrason.is heldur utan um ljósmyndasafn og ljósmyndir Snorra Snorrasonar flugstjóra.

Hér er að finna fjöldan allan af ljósmyndum Snorra sem og eldri ljósmyndum eftir aðra sem hann hafði safnað að sér í gegnum tíðina. Snorri ljósmyndaði mikið allan sinn feril sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. Hann ferðaðist víða um landið til að mynda báta og skip sem einnig má finna hér á síðunni.

Ljósmyndir á filmum

Sonur Snorra, Haukur Snorrason ljósmyndari, heldur nú utan um þetta safn. Myndirnar er hægt að kaupa til birtingar eða til uppstækkunar. Allar myndirnar eru geymdar á filmum og hafa sitt númer. Það eru því ekki til aðrar stafrænar útgáfur af þeim en þær sem eru hér á vefnum. Þessu fylgir að það þarf að skanna upp allar filmur í þau gæði sem nauðsynleg eru fyrir hverja notkun.

Ævi Snorra Snorrasonar

Snorri Snorrason var fæddur á Flateyri 2. maí 1930. Snorri ólst upp á Akureyri en fór til Reykjavíkur árið 1946 til þess að stunda flugnám. Snorri var ráðinn til Flugfélags Íslands 1952 sem aðstoðarflugmaður á Douglas DC 3 og Catalina flugbátum. Hann varð flugstjóri árið 1954 á Douglas DC 3 og síðar á Douglas DC 4 millilanda flugvél flugfélagsins. Síðar flaug hann Douglas DC 6 sem seinna var leyst af hólmi með Vickers Viscount skrúfuþotum. Snorri endaði flugferil sinn á Boeing 727.

Ljósmyndaáhuginn

Snorri var mikill ljósmyndaáhugamaður og tók jafnan myndavélina með í vinnuna, tók myndir úr lofti en myndaði þó mest samstarfsmenn sína og flugvélarnar sem hann þá umgekkst. Snorri eignaðist fyrstu myndavélina sína 15 ára og tók myndir allt sitt líf. Hann eignaðist margar góðar myndavélar eins og Rolleiflex og Hasselblad. Hann kom sér fljótlega upp myrkraherbergi á heimili sínu þar sem hann gat framkallað filmur og stækkað upp ljósmyndir á pappír.

Söfn annarra

Snorri átti ekki aðeins sitt myndasafn heldur bar hann sig eftir að finna hálfgleymd söfn annarra sem hann fann í skókössum hér og þar um bæinn og voru nálægt því að glatast. Þær myndir og myndasöfn má einnig finna hér á vefnum. Stuttar lýsingar Snorra eða stuttur texti fylgir mörgum myndunum úr fluginu og eru þær upplýsingar nú ómetanlegar.

Hafðu samband

Njótið þess að skoða myndirnar. Ef vilji er til að kaupa mynd þá má hafa samband við Hauk Snorrason.

Til að hafa samband: Haukur Snorrason, gsm 863-0300, haukur@snorrason.is

English Summary

Welcome to snorrason.is. Snorri Snorrason was an Icelandair pilot from 1952-1981 and a serious amateur photographer. He photographed all his life, mainly documenting his years as a pilot but also had a passion for photographing fishing boats.

Today, his collection is one of the largest in Iceland. Snorri also gathered old and almost lost photographs from other people in Iceland, with some of the oldest dating back to 1928.

Contact

For anyone interested, these photographs are for sale as prints or for any other use. Enjoy browsing!

For more info, please send an email to haukur@snorrason.is